Guðmundur mælir með Djúpavogi fyrir afslöppun – Myndband

askgudmundur djupiMennska leitarvélin Guðmundur er nýjasta útspil Íslandsstofu í landkynningum. Hann fékk í vikunni spurningu um hvar á Austfjörðu væri best að slaka á og hlaða batteríin.

Meira en 98% Guðmunda í heiminum býr á Íslandi. Guðmundarnir og Guðmundurnar í átaki Inspired by Iceland eru alls sjö talsins og skipta með sér landshlutum í svörum sínum.

Austfirski Guðmundurinn er Höskuldsson, starfsmaður Fjarðaáls og búsettur í Neskaupstað. Í kynningu á honum segir að hann sé sérfræðingur í öllu austfirsku, einkum tónlist.

Þá hafi hann einnig unun af útiveru, mat og mikill húmoristi þrátt fyrir að vera rólegur í fasi.

Svar Guðmundar um Djúpavog hefur farið víða en þar vísar hann meðal annars til Cittaslow viðurkenningar sveitarfélagsins.

 
Slow City: East Iceland | #AskGudmundur

Hallo friends, Guðmundur of the East here. Cleopatra asked me what we do here to relax in the east. Well Cleopatra, I love to go to Djúpivogur, Iceland's first 'Slow City' that focuses exclusively on slowing life down and living a better lifestyle.

Posted by Inspired by Iceland on Wednesday, 20 May 2015


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.