„Hópurinn er mjög litríkur": Kvennakórinn Héraðsdætur með tónleika í kvöld

heradsdaetur webKvennakórinn Héraðsdætur verður með tónleika í Seyðisfjarðarkirkju í kvöld í tilefni 100 ára afmæli kosningaréttar íslenskra kvenna.

Margrét Lára Þórarinsdóttir er kórstjóri og stofnandi Héraðsdætra. „Við ætlum að syngja inn sumarið, en efnisskránni verða lög eftir ýmis kventónskáld, sem og skemmtilegum 60´s lögum," segir Margrét Lára.

Héraðsdætur eru kvennakór sem Margrét Lára stofnaði haustið 2012, eftir ábendingu frá Ingibjörg Jónsdóttir.

„Tilgangur og markmið kórsins er að starfrækja kvennakór áhugafólks – en allar konur geta sótt um inngöngu, hvort sem þær stunda söng eða ekki. Fljótlega var kosin kórstjórn sem styður mig með ráð og dáð og vil ég færa þeim ágætu konum mínar bestu þakkir þar sem þeirra starf er líka ómetanlegt fyrir þessa góðu tónlistar- og félagsstarfsemi.


Tónlist eftir konur

Hópurinn er mjög litríkur og erum við meðal annars svo heppnar hafa með okkur fleira en eitt tónskáld. Ég hef líka verið í sambandi við fleiri íslenskar konur sem stunda þessa list og fæddist því þessi hugmynd hjá mér síðast liðinn vetur – að gera eitthvað með þetta þegar ég áttaði mig á því að 100 ár eru í ár frá því íslenskar konur fengu kostningarrétt.

Ég var svo heppin að fá Magneu Gunnarsdóttur til að útsetja nokkur klassísk og frábær lög líka eftir nokkrar góðar konur. Á dagskrá verða m.a lög eftir Dúkkulísurnar, Grýlurnar, Þórunni Guðmundsóttur, Sigríði Laufey Sigurjónsdóttur, Bergþóru Árnadóttur og Hildigunni Rúnarsdóttur. Íslenskir kvenhöfundar texta verða líka forgrunni. Prógramið skreyttum við síðan að lokum með ýmsum fjörugum og fallegum.


Tónleikar á Seyðisfirði og á Egilsstöðum

Við höldum tvenna tónleika að þessu sinni. Þeir fyrri verða í kvöld í Seyðisfjarðarkirkju klukkan 20:00 og verða að meistu órafmagnaðir. Við munum hefja heimsókn okkar á Seyðisfjörð með því að fara á sjúkradeildina þar og flytja nokkur lög af tónleikunum fyrir heimilis- og dvalarfólkið þar.

Seinni tónleikarnir verða í Valaskjálf á föstudaginn og þá með fullri hljómsveit, auk þess sem karlakórinn Drífandi verður gestakór hjá okkur.


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.