Uppselt á Hammond-hátíð sem hefst í kvöld

10012775 654384274610057 8265061363352397669 oUppselt er á alla tónleika Hammond-hátíðar Djúpavogs sem sett verður að vanda í kvöld. Hátíðin hefur fest sig í sessi undanfarin tíu ár og er orðin að langstærsta menningarviðburði staðarins.

Hátíðin er tónlistarhátíð þar sem Hammond-orgelið er hafið til vegs og virðingar en henni fylgja einnig ýmsir viðburðir.

Þannig verður í Löngubúð í dag opnuð myndlistarsýning Hildar Bjarkar klukkan 14:00.

Tónlistarhátíðin hefst hins vegar í kvöld með tónleikum Amaba dama og Kiriyama Family. Á morgun er það Karlsstaðaprinsinn sem kennir sig við Póló og Jónas Sigurðsson ásamt Ritvélum framtíðarinnar og Bubbi og Dimma mæta á laugardag.

Á sunnudag verður fyrirlestur um edrúlífið þar sem Jóhannes Kr. Kristjánsson, blaðamaður, verður annar fyrirlesara.

Hátíðinni lýkur svo með tónleikum Magga Eiríks og Pálma Gunnars í kirkjunni en orgelleikarinn Þórir Úlfarsson leikur undir með þeim.

Frá Hammond-hátíð í fyrra. Mynd: Ólafur Björnsson

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.