Margar eignir seljast á fyrstu viku

rfj fjardabyggdMikil eftirspurn er eftir fasteignum í Fjarðabyggð þessa dagana og seljast þær eins og heitar lummur.

„Það er voðalega gaman að vera í þessum bransa núna," segir Þórdís Pála Reynisdóttir, fasteignasali og eigandi fasteignasölunnar Lindarinnar á Eskifirði.

Þórdís segir mestu eftirspurnina á Reyðarfirði, Neskaupstað og á Eskifirði – en þó sé eftirspurn að aukast á Fáskrúðsfirði. Þórdís er komin með liðsauka og mun Margrét Brynja Reynisdóttir verða henni innan handar og aðstoða eftir þörfum.

„Eftirspurnin er mikil. Ég er með einhverjar tíu sölur í gangi núna og mjög margar eignir seljast á fyrstu viku. Bæði eru heimamenn að kaupa sem og þeir sem hafa flutt að og hafa til þessa verið á leigumarkaði. Fasteignaverð á svæðinu er enn frekar lágt en sígur þó upp á við."

Það verða tvö ár í júní síðan Þórdís Pála opnaði Lindina fasteignir og segir eftirspurnina alltaf vera að aukast. „Það hafa komið toppar áður, en það er mjög mikið að gera núna – berast margar fyrirspurnir á dag. Það virðist ríkja mikil bjartsýni á svæðinu sem einhvernvegin smitar út frá sér."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.