Sjósportklúbbur Austurlands stofnaður á Eskifirði: Þetta fer vel af stað

sjosportklubbur austurlandsÞriðjudaginn 10.mars síðastliðin var haldinn stofnfundur félags áhugafólks um sjósport og siglingar í Randulffs-sjóhúsi á Eskifirði.

Ákveðið var að félagið skyldi heita Sjósportsklúbbur Austurlands og er markmið hans að efla og styrkja þann mikla áhuga sem þegar er á allskonar íþróttum og afþreyingu tengdum sjó.

Ferðaþjónustan Mjóeyri og Egill Helgi Árnason gáfu félaginu 4 Optimist báta. sem koma sér vel fyrir byrjendur og yngri kynslóðina en fyrirhugað er að halda siglinganámskeið fyrir börn í sumar

Allir þeir sem hafa áhuga á einhverri afþreyingu sem tengist sjó eru velkomnir í klúbbinn, en hægt er að gerast félagi með því að senda síðunni skilaboð með nafni, kennitölu og netfangi. Einnig er hægt er að gerast stofnfélagi með því að senda síðunni skilaboð með nafni, kennitölu og netfangi fyrir fyrsta aðalfund.

„Þetta fer vel stað. Nú þegar eru skráðir um þrjátíu meðlimir og við erum komin með aðstöðu. Við höldum svo aðalfund núna í apríl og í framhaldi af því eigum við eftir að kynna þetta meira. Við erum bara í startholunum,“ segir Kristinn Þór Jónasson, varaformaður Sjósportklúbbsins.

„Ég hvet bara alla sem áhuga hafa að kynna sér starfsemina. Það eru allir velkomnir hvort sem þeir eiga bát eða ekki. Það geta allir verið í klúbbnum,“ segir hann að lokum.

Allar nánari upplýsingar og skráning nýrra félaga er HÉR

Meðfylgjandi mynd er af nýkjörnum formanni klúbbsins, Huldu Stefaníu Kristjánsdóttur, þar sem hún tekur við gjafabréfi frá Sævari Guðjónssyni Ferðaþjónustunni Mjóeyri. Ferðaþjónustan Mjóeyri og Egill Helgi Árnason gáfu félaginu 4 Optimist báta.


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.