Komdu þínu á framfæri á Fljótsdalshéraði og Fjarðabyggð

frambodsfundur va 0010 webÆskulýðsvettvangurinn stendur í dag og á morgun fyrir tveimur ráðstefnum um málefni ungs fólks á Austurlandi undir yfirskriftinni „Komdu þínu á framfæri."

Markmiðið verkefnisins er að skapa umræðuvettvang fyrir ungmenni þar sem þau geta látið í sér heyra og komið skoðunum sínum á framfæri við þá sem bera ábyrgð á menntun, íþrótta- og æskulýðsmálum og listum og menningu.

Viðburðurinn er opinn öllu ungu fólki, 15 -30 ára, auk þess eru sveitastjórnarmenn og aðrir sem fara með málefni ungmenna boðaðir á viðburðinn.

Æskulýðsvettvangurinn er samstarfsvettvangur Ungmennafélags Íslands, Bandalags íslenskra skáta, KFUM og KFUK og Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

Í framhaldi af báðum fundum verður kynning á lýðháskólum og ungmennaverkefnum Ungmennafélags Íslands.

Fyrri fundurinn hefst klukkan 13:00 í grunnskóla Stöðvarfjarðar í dag en sá seinni hefst klukkan 13:30 á morgun í Menntaskólanum á Egilsstöðum.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.