Austfirðingur keppir um titilinn matreiðslumaður ársins

atli matreidslukeppni weAtli Þór Erlendsson, matreiðslumaður á Hótel Sögu, er fulltrúi Austfirðinga í keppninni um matreiðslumann ársins sem fram fer í dag. 

„Þetta er í fyrsta skipti sem ég skrái mig til leiks í þessari keppni. Rétturinn sem ég keppi með samanstendur af þorskhnakka gljáðum með humargljáa, marineruðum þroski með eggjakremi og reyktum hrognum," segir Alti.

Allir faglærðir matreiðslumenn gátu sent inn sínar uppskriftir en tíu voru valdar til forkeppni sem fram fer í Hörpunni í dag en fjórir verða síðan valdir áfram í úrslitakeppnina eftir viku. Eina skilyrðið var að þorskur væri í aðalhlutverki.

Fimm manna dómnefnd valdi uppskriftirnar en lagðar voru höfuðáherslur á frumleika, nýtingu á hráefni og útlit réttar.

„Nú er náttúrulega hrygningartími svo það er hægt að fá flott þorskhrogn, það þarf ekki alltaf að vera dýrasta hráefnið sem vinnur," segir Alti um réttinn.

Keppendur hafa aðeins eina klukkustund til að útbúa réttinn en mega koma með allt hráefni tilbúið. Undirbúningurinn skiptir því miklu máli.

„Margir spyrja hvort maður hafi séð rétti eða uppskriftir frá öðrum en ég svara því alltaf að það skipti bara ekki máli. Það eina sem kemur mér við er að ég standi mig og geri hlutina eins og ég er búinn að æfa þá."

Atli Þór útskrifaðist sem matreiðslumaður um jólin 2011 og hefur unnið á Grillinu á Sögu síðan þar sem hann ber titilinn aðstoðaryfirmatreiðslumaður.

Hann var tvo mánuði í námi í London og nýtti tímann þar vel að eigin sögn til að sækja sér reynslu sem ekki fæst hérlendis.

Atli er heldur ekki óvanur kokkakeppnum því hann aðstoðaði Þráinn Frey Vigfússon í hinni virtu matreiðslukeppni Bocus d'Or. Sigurður Helgason, yfirmatreiðslumaður Grillsins, keppti þar svo í janúar.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.