Prins Pólo með tvær af bestu plötum ársins að mati Dr. Gunna

prinsinn AusPoppsérfræðingurinn Gunnar Hjálmarsson, betur þekktur sem Dr. Gunni, hefur birt á heimasíðu sinni lista yfir meðal annars bestu íslensku hljómplötur ársins 2014, sem senn er á enda.

Berfirðingurinn Svavar Pétur Eysteinsson, betur þekktur sem Prins Póló á tvær plötur á á listanum. Plötuna Sorrí sem er að mati Dr. besta plata ársins. Og París Norðursins sem er í 20. sæti.

Á heimasíðu sinni skrifar Dr. Gunni: „Þá er komið að uppgjörinu fyrir árið. Byrjum á músik. Enn er maður fastur í því að nefna bestu plötur ársins þótt maður hlusti eiginlega ekkert á plötur lengur heldur lög í graut og bita héðan og þaðan. Listinn minn er svona. Það er eitthvað sem ég hef ekki heyrt sem gæti verið æðislegt, og svo er líklega eitthvað sem ég er að gleyma.“

Tuttugu bestu íslensku plötur ársins 2014

1. Prins Póló – Sorrí
2. Grísalappalísa – Rökrétt framhald
3. Pink Street Boys – Trash From The Boys
4. Oyama – Coolboy
5. Nýdönsk – Diskó Berlin
6. Teitur Magnússon – Tuttugu og sjö
7. Sindri Eldon – Bitter & Resentful
8. Elín Helena – Til þeirra sem málið varðar
9. Börn – Börn
10. Rökkurró – Innra
11. Felix Bergsson – Borgin
12. Gus Gus – Mexico
13. Samaris – Silkidrangar
14. M-Band – Haust
15. Óbó – Innhverfi
16. Valdimar – Batnar útsýnið
17. FM Belfast – Brighter Days
18. Stafrænn Hákon – Kælir varðhund
19. Heimir Klemenzon – Kalt
20. Prins Póló – París norðursins

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.