9. bekkingar Nesskóla sýndu Fólkið í blokkinni fyrir fullu húsi: Erum í skýjunum með þetta

Folkid i blokkinniÞeir eru metnaðarfullir krakkarnir í 9. bekk í Nesskóla á Neskaupsstað og ráðast ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Síðustu daga hafa þau sýnt fyrir fullu húsi leikritið Fólkið í blokkinni eftir Ólaf Hauk Símonarson.

Á hverju ári setja níundu bekkingar í Nesskóla upp söngleik í fjáröflunarskyni til að safna fyrir skólaferðalagi sem þeir fara í skólalok á vorin. Í ár völdu krakkarnir að taka Húsið í blokkinni.


„Ég er svo stolt af krökkunum. Þetta gekk rosalega vel. Við vorum með þrjár sýningar. Eina í fyrradag og tvær í gær og það mættu yfir 500 manns,“ segir Guðrún Smáradóttir, kennari og leikstjóri sýningarinnar.

Sáu um allt sjálf

Það voru um tuttugu og tveir krakkar sem komu að sýningunni og leikarar voru um þrettán. „Þau sáu um allt sjálf leik, söng og hljóðfæraleik. Jón Hilmar Kárason tónlistarkennari  hjálpaði hljómsveitinni á æfingum og ég leikstýrði. En svo má ekki gleyma að foreldrarnir hjálpuðu til og komu með mat handa leikhópnum á æfingum. Þetta var sannarlega flott hópefli.“

Það var mikið lagt í sýninguna „Það var engu til sparað. Við vorum með alvöru græjur, ljós, ljósamenn og tæknimenn, svo það var ekki alveg ókeypis að setja stykkið upp. En við fengjum styrki fyrir uppsetningunni sem gaf okkur tækifæri á að gera þetta alvöru, en svo rennur innkoman öll í ferðasjóð nemenda. Ég vil því nota tækifærið og þakka öllum stuðninginn og síðast en ekki síst öllum þeim sem komu. Við erum í skýjunum með þetta,“ segir Guðrún.

Myndir: Kristín Hávarðsdóttir

Folkid i blokkinni

blokkin 1

blokkin 2

blokkin 3

blokkin 4

blokkin 5

blokkin 6

blokkin 7

blokkin 8

blokkin 10

blokkin 11

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.