Soð í boði í Skaftfelli

sod i bodi skaftfellNemar á lokaári úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands opna samsýninguna SOÐ næstkomandi laugardag í Skaftfelli á Seyðisfirði. Sýningin er afrakstur tveggja vikna námskeiðs í samstarfi við Dieter Roth Akademíuna, Skaftfell - myndlistarmiðstöð Austurlands og Tækniminjasafn Austurlands.

Andi bæjarins fléttast inn í listræna vinnu nemenda sem eru bæði af innlendu og erlendu bergi brotnir. Þeir hafa unnið með staðhætti, brugðist við umhverfinu og sköpunarkraftinum sem Seyðisfjörður býr yfir. Forvitni þeirra hefur drifið þau áfram við listrænar rannsóknir og leitt til spurninga um alheiminn, tímann, tækni, manneskjuna og lífið. Verkin eru af ýmsum toga; skúlptúrar, hljóðverk, innsetningar og uppákomur.

Nemendur hafa lagt leið sína út á opinn sjó og fiskað í soðið sem verður í boði á opnuninni laugardaginn 1. nóvember kl. 16:00 í sýningarsal Skaftfells. SOÐ stendur til 1. desember og er opið alla daga. Opnunartíma er hægt að sjá á www.skaftfell.is.

Sýnendur eru: Andrea Aðalsteinsdóttir, Andri Björgvinsson, Anton Logi Ólafsson, Arnar B. Sigurbjörnsson, Bergrún Anna Hallsteinsdóttir, Cillian O'Neill, Lizzie Prentis, Sara Björg Bjarnadóttir, Sólveig Eir Stewart, Una Sigtryggsdóttir og Ylva Frick.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.