Vopnafjörður: Atkvæðagreiðsla í nefnd um tímasetningu bæjargöngu

vopnafjordur 02052014 0004 webTil atkævðagreiðslu kom um tímasetningu bæjargöngu á Dögum myrkurs á síðasta fundi menningarmálanefndar Vopnafjarðarhrepps. Einn fulltrúinn var á móti tillögu meirihluta nefndarinnar.

Fjórir nefndarmanna voru sammála um að hafa hana að kvöldi fimmtudagsins 6. nóvember en annar fulltrúi framsóknarmanna, Hreiðar Geirsson vildi frekar hafa hana á föstudagskvöldi.

Í fundargerð kemur fram að hann hafi lýst áhyggjum sínum af því að hafa gönguna á virku kvöldi þar sem skólabörn þyrftu að mæta í skólann daginn eftir. Því væri betra að hafa hana á föstudagskvöldi og samtengja hana félagsmiðstöðinni. Aðrir nefndarmenn töldu „meiri stemmingu fyrir rólegri göngu á virku kvöldi" enda vildu krakkarnir vera í félagsmiðstöðinni á föstudögum.

Hugmyndir nefndarinnar snúast um að fara í göngu með leiðsögumanni og stoppa á vissum stöðum og segja sögur. Henni ljúki svo í Miklagarði með kaffiveitingum og tónlistardagskrá. Þá eru uppi hugmyndir að hvetja íbúa til að hafa friðarkerti logandi við hús sín á meðan göngunni stendur til að auka enn á stemminguna.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.