Rússneski sendiherrann heimsækir Austurland í tilefni rússneskrar kvikmyndaviku

avvasiliev rus sendiherra cutAnton Vasiliev, sendiherra Rússlands á Íslandi, kemur í tveggja daga heimsókn til Austurlands í tilefni rússneskrar kvikmyndavikur. Sýndar verða myndir á Egilsstöðum og á Seyðisfirði.

„Póstsins björtu nætur" verður sýnd í Sláturhúsinu á Egilsstöðum klukkan 20:00 í kvöld. Myndin, sem fékk Silfurbjörninn á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í ár, fjallar um íbúa smábæjarins Kenozero Lake þar sem allir þekkja alla og aðeins brýnustu nauðsynjar fást.

Póstur bæjarins er sálufélagi og tenging við umheiminn, traust lagt á bátinn hans sem brú milli tveggja menningarheima. En þegar bátamótorum Póstsins er stolið og kona drauma hans flýr í borgina, fylgir hann eftir , leitandi af nýjum ævintýrum og nýju lífi.

Því fylgir sjálfsskoðun, þegar pósturinn berst við gamla drauga, ást og skilning á því að það er enginn staður eins og heima.

Þá verður myndin „Englar byltingarinnar" sýnd í Herðubreið á Seyðisfirði klukkan 20:00 á morgun. Myndin fjallar um fimm vini: ljóðskáld, leikara, málara, arkitekt og leikstjóri, sem gera tilraun til að finna holdtekju drauma sinna í nýstofnuðu sovésku ríki.

Þetta er í annað skiptið sem rússneska sendiráðið stendur fyrir rússneskri kvikmyndaviku hérlendis.



Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.