Sigrún Blöndal í Yfirheyrslu: Rjúpurnar á jóladag eru bestar

Sigrun blondalÞað er óhætt að segja að það sé nóg að gera hjá Sigrúnu Blöndal, forseta bæjarstjórnar Fljótsdalshéraðs og nýkjörnum formanni SSA.

„Þessa dagana sit ég aðalfund Sambands íslenskra sveitarfélaga. Þar eru mörg málefni til umfjöllunar sem hafa áhrif á verkefni sveitarstjórnarmanna. Svo skýst ég í að lesa lagafrumvörp, m.a. hafnalög og um almenningssamgöngur. Auk þess er verið að undirbúa komu þingmanna í næstu viku og taka saman þau mál sem þarf að ræða við þá. Ég sinni svo minni föstu vinnu sem kennari og sinni heimili og börnum eftir mætti en það gæti nú verið meira,“ segir Sigrún í samtali við Austurfrétt þegar hún samþykkti að vera í yfirheyrslunni þessa vikuna.

Fullt nafn: Sigrún Blöndal

Aldur: 48

Starf: Kennari, bæjarfulltrúi og húsmóðir

Maki: Björn Sveinsson

Börn: Sigurlaug, Sveinn og stjúpdæturnar Sif og Marta

Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn á Austurlandi? Hallormsstaður og Borgarfjörður, sannkallaðar orkulindir

Nefndu þrennt sem þú átt alltaf í ísskápnum? Mjólk, egg, sítrónur

Hvaða töfralausn trúir þú á? Engar, þær eru ekki til

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Rjúpurnar á jóladag eru bestar. Gott að fá sushi öðru hverju

Ef þú ætlar að tríta þig vel, hvað gerir þú? Fæ mér mikið súkkulaði

Hvernig líta kosífötin þín út? Lúðabuxurnar (eins og dóttir mín kallar þær) og góður bolur

Er Lagafljóts-ormurinn til? Auðvitað. Efast einhver um það?

Hver er uppáhalds skyndibitinn þinn? Góðir hamborgari og franskar

Hver er uppáhalds liturinn þinn? Svartur

Hvernig leggst nýja formanns starfið í þig og hverju ertu mest spenntust fyrir í nýjum vettvangi? Þetta leggst vel í mig. Það er mikil ábyrgð fólgin í að vera fulltrúi allra sveitarfélaga á Austurlandi, gæta hagsmuna þeirra útá við og styrkja samvinnu þeirra innávið. Vonandi tekst okkur vel til við þetta verkefni og ég hlakka til að vinna með sveitarstjórnum á svæðinu.

 

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.