Leikfélag Fljótsdalshéraðs: Opið hús á samlestri á sextugasta verkefninu

17juni egs 2014 0133 webLeikfélag Fljótsdalshéraðs stendur fyrir opnu húsi, samlestri og kynningu á leikverkinu „Þið munið hann Jörund" á milli klukkan 17 og 19 í Valaskjálf á sunnudag. Það verður sextugasta verkefnið í sögu leikfélagsins.

Æfingar hefjast í september og sýningar um miðjan nóvember í Valaskjálf. Leikstjóri verður Halldóra Malin Pétursdóttir.

Í tilkynningu frá leikfélaginu er lýst eftir körlum og konum á öllum aldri til að taka þátt í verkefninu, hvort sem það er við leik, söng, smíðar eða annað.

Sérstaklega er óskað eftir þeim sem áður hafa starfað með félaginu.

Leikverkið er eftir Jónas Árnason en tríóið „Þrjú á palli" flutti þau í upprunalegu sýningunni og gerði þau vinsæl á sínum tíma.

Úr síðustu sýningu Leikfélags Fljótsdalshéraðs, Gull í tönn. Mynd: GG

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.