Tryggja íbúum á Austurlandi áframhaldandi sól og blíðu

Brons solbadstofaFöstudaginn 22. ágúst síðastliðinn opnaði Bronz sólbaðsstofa að Tjarnarbraut 21 á Egilsstöðum. Eigendur hennar eru Hanna Gyða Þráinsdóttir, Hjörtur Óli Sigurþórsson, Embla Líf Valgeirsdóttir og Jakob Þráinn Valgeirsson.

Eigendur Bronz kalla þetta „litla samfélagsverkefnið sitt“, en til stóð að sólbaðsstofan Perlusól á Egilsstöðum hætti rekstri og að ljósabekkirnir yrðu seldir úr fjórðungnum. Áður en til þess kom náðust samningar um kaup á bekkjunum og hefur íbúum svæðisins því verið tryggð áframhaldandi sól og blíða.

“Ég frétti af því að Björk væri að hætta með sólbekkina og mér fannst ekki hægt að það væri ekki sólbaðsstofa á Egilsstöðum svo ég sagði við mömmu í gríni að við ættum að kaupa þá af henni og opna sólbaðsstofu. Mamma hvatti mig til að hringja í Björk, sem ég og gerði, og úr varð að við keyptum bekkina og erum hingað komin,” segir Embla þegar Austurfrétt heyrði í henni og móður hennar fyrir skemmstu.

Stofan státar af þremur ljósabekkjum auk þess sem Embla Líf, sem er naglafræðingur, er með aðstöðu fyrir naglaásetningu og lagfæringar. Þá eru einnig seld sólarkrem og húðvörur og innan tíðar mun bætast við allskyns spennandi glingur og skart.

“Móttökurnar hafa verið rosalega góðar og við finnum að viðskiptavinum finnst æðislegt að hafa þetta áfram,” segir Hanna Gyða. “Enda ómögulegt annað en að geta skellt sér í ljós í vetur og þá sérstaklega þegar snjórinn kemur,” bætir Embla við.

“Við erum alla vega brött og bjartsýn og okkur finnst þetta gaman,” segja þær mæðgur að lokum.

Boðið er upp á kaffi og kósý setustofu með þráðlausu neti. Opið verður frá 17:00-21:00 virka daga og 12:00-16:00 laugardaga.



 

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.