Secret garden verönd: Afhjúpun og útgáfuhóf í Hóli

secret garden 2014-500x333Staðbundin innsetning eftir sænsku listakonunna Suzönna Asp verður formlega afhjúpað í garðinum á Hóli gestavinnustofu, Vesturvegi 15, í dag fimmtudaginn kl. 16:00.

Verkefnið SECRET GARDEN VERÖND hófst árið 2012 af frumkvæði Suzönnu Asp mynlistarkonu, í samstarfi við Skaftfell. Upphafsstaður verkefnisins var húsið Hóll og bakgarður þess.

Grunnhugmyndin að baki verkinu byggir á hinsegin femínisma og kenningun síðnýlendutímans ásamt því að velta upp spurningum um tengsl texta, líkama og staðar. Hverjum er gefin staður, hvar er staður gefin og hvernig er hægt að umbreyta stað.

Hóll var byggður snemma á 20. öld og var í eigu íslenska myndlistarmannsins Birgis Andréssonar. Húsið hefur verið rekið sem gestavinnustofa Skaftfells frá því 2009.

Við bakhlið hússins er hefur nú verið byggð staðbundin innsetning sem tekur sér form útisviðs og er framlenging af húsbyggingunni. Sviðið er hægt að nota fyrir viðburði, gjörninga, upplestur og þar að auki til einkanota, íhugunar og garðræktunar.

Góðir gestir verða við afhjúpunina en þær eru Litten Nystrøm og Þórunn Eymundardóttir og samhliða verður fagnað úfgáfu bókverks sem tengist verkefninu. Boðið verður upp á upplestur og léttar veitingar.

 

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.