Franski spítalinn opnar á ný

franski spitali 20102013Frönsku húsin á Fáskrúðsfirði verða formlega opnuð á morgun á laugardag. Þar með lýkur þar með stærsta verkefni Minjaverndar utan höfuðborgarsvæðisins. Samhliða opnar sýning Fransmanna á Íslandi, þar sem lífi og starfi franskra sjómanna er gert skil með nýstárlegum og áhrifaríkum hætti.

Franski spítalinn hefur verið tekinn aftur í notkun eftir meira en hálfrar aldar hlé, ásamt fjórum öðrum sögufrægum húsum sem Frakkar reistu á Fáskrúðsfirði um og upp úr aldamótunum 1900.

Af því tilefni leiða Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri og Þröstur Ólafsson, stjórnarformaður Minjaverndar, einfalda opnunarathöfn sem fram fer við Franska spítalann, klukkan 14:00 að viðstöddum Marc Bouteiller, sendiherra Frakklands á Íslandi, Berglindi Ásgeirsdóttur, sendiherra Íslands í Frakklandi, Lionel Tardy, formanni frönsk-íslensku samstarfsnefndar franska þjóðþingsins, Jean-Yves de Chaisemartin, borgartjóra í Paimpol, Michèle Kerckhof, varaborgarstjóra Gravelines og fleirum.

Auk þess sem frönsku húsin verða tekin formlega í notkun, verður safnasýningin Frakkar á Íslandsmiðum einnig opnuð formlega. Sýningin er í Læknahúsinu og undirgöngum sem tengja Læknishúsið við Franska spítalann og hefur hún vakið verðskuldaða athygli fyrir nýstárlega og áhrifaríka nálgun við viðfangsefnið.

Aðalhönnður sýningarinnar er Árni Páll Jóhannsson, leikmyndahönnuður. Haf minninganna, margmiðlunarverk í safninu sem tileinkað er frönskum sjómönnum sem fórust á Íslandsmiðum, hannaði Gagarín, en talið er að hátt í fimm þúsund manns hafi farist hér við land með um 400 frönskum skútum á árunum 1830 til 1930.

Sýning er á vegum safnsins Fransmenn á Íslandi, sem er í eigu Fjarðabyggðar. Viðburðurinn er hluti af dagskrá franskra daga sem fram fara á Fáskrúðsfirði um helgina.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.