Hammondhátíð hefst í kvöld: Metsala á miðum

img 0701 webHammond-hátíðin á Djúpavogi verður sett í kvöld þegar á svið stíga á svið RockStone frá Grunnskóla Djúpavogs, Vax og Mono Town. Hátíðarstjórinn segir miðasölu aldrei hafa gengið betur.

„Það er búið að opna Öxi og hálkuverja í drasl, veðurspáin er flott fyrir helgina þannig að það er allt tilbúið í að hátíðin verði sett í kvöld," segir hátíðarstjórinn Ólafur Björnsson.

Síðan rekur hver viðburðurinn annan. Skonrokk verður aðalnúmerið á Hótel Framtíð annað kvöld og Todmobile á laugardagskvöld. Raggi Bjarna kemur síðan fram á lokatónleikunum í Djúpavogskirkju á sunnudag.

Þá verða ýmsir viðburðir utan dagskrár um helgina. Meðal annars verða leikararnir Rúnar Freyr Gíslason og Steinunn Ólína Þorvarðardóttir með fyrirlestur og létt spjall í kirkjunni klukkan 11 á sunnudagsmorgun sem ber yfirskriftina „Edrúlífið – lífið án áfengis."

Ólafur segir að þrátt fyrir metsölu á miðum á hátíðina í ár sé enn hægt að nálgast miða á midi.is eða á Hótel Framtíð.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.