KPMG styrkir Hammondhátíð Djúpavogs

KPMG-Hammond-hatid-480x400KPMG er einn af aðalstyrktaraðilum Hammond-hátíðar á Djúpavogi sem hefst eftir viku. Hátíðin komst á laggirnar 2006 og var í haust tilnefnd til Eyrarrósarinnar.

„KPMG leggur sig fram um að hafa jákvæð og uppbyggileg áhrif í þeim bæjarfélögum sem félagið starfar; hvort sem það er á sviði menningar eða íþrótta og þessi styrkur við Hammond hátíðina er liður í því," segir Magnús Jónsson, yfirmaður KPMG á Austurlandi.

Á síðasta ári gerðist KPMG einn af aðalsamstarfsaðilum hátíðarinnar. Á dögunum var undirritaður áframhaldandi samstarfssamningur KPMG og Hammondhátíðarinnar og þannig heldur KPMG áfram að styðja við tónlistarlífið á Austurlandi.

Hammondhátíð Djúpavogs hefur verið haldin frá árinu 2006 og hefur það að meginhlutverki að heiðra og kynna fyrir tónlistaraðdáendum Hammondorgelið sem úrsmiðurinn Hammond töfraði úr huga sínum til að geta gert fátækum söfnuðum kleift að syngja við orgelundirleik.

Það er gert með því að fá tónlistarmenn, allt frá heimamönnum til landsþekktra, til að leika listir sínar og er Hammondorgelið rauði þráðurinn í gegnum alla dagskrána.

Hátíðin hefst næst komandi fimmtudag þegar fram koma Vax, Mono Town og atriði frá tónskóla Djúpavogs. Hún stendur til sunnudags en meðal helstu atriða má nefna Skonrokk, Todmobile og Ragga Bjarna.

Ólaf Björnsson, Hammond-höfðingi og Magnús Jónsson, KPMG skrifa undir samstarfssamninginn. Mynd: KPMG

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.