Franskt nafn á Hafnargötu?

franski spitali 20102013Fjarðabyggð hefur nú til skoðunar hugmyndir um breytingar á nafni Hafnargötu á Fáskrúðsfirði. Við handa stendur meðal annars Franski spítalinn sem til stendur að opna í byrjun sumars sem hótel.

Hugmyndin er viðruð í bréfi frá Alberti Eiríkssyni sem um árabil rak safnið Fransmenn á Íslandi á Fáskrúðsfirði.

Þar bendir hann á að í öllum þeim frönsku bæjum sem gert hafi út skútur til veiða á Íslandsmið séu götunöfn sem minni á veiðarnar eins og Rue de Islande, Rue de Fáskrúðsfjörður og Rue de Budir.

„Til að undirstrika ennfrekar sérstöðu Fáskrúðsfjarðar í yfir þriggja alda veiðum Frakka á Íslandsmiðum og sem þakklætisvott fyrir þetta merka tímabil, er það tillaga mín að nafni Hafnargötu á Fáskrúðsfirði verði breytt og hún beri framvegis nafn sem tengist veiðum Frakka hér við land," skrifar Albert í bréfinu.

„Best væri ef nýja nafnið væri samnefnari yfir veiðarnar í heild en tengdist ekki ákveðnum útgerðarbæ. Vel færi á að nafnabreyting þessi færi fram um leið og hótelið opnar."

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.