17. júní; „Sameiginlegar minningar í sameinaðri Fjarðabyggð“

„Fyrirkomulagið hefur náð að styrkjast í sessi og mun halda áfram ef fer fram sem horfir,“ segir Birgir Jónsson, upplýsingafulltrúi Fjarðabyggðar, en þjóðhátíðadagskráin rúllað milli bæjarkjarna undanfarin ár og að þessu sinni er komið að Stöðvarfirði.

„Það verður frábær dagskrá á Stöðvarfirði í umsjón UMF Súlunnar og eru allir hvattir til þess að láta sjá sig. Í fjölkjarna sveitarfélagi þurfti að finna óhefðbundnar leiðir og þess vegna var þessi leið farin, að láta þjóðhátíðarhátíðahöldin „ferðast“ á milli staða. Með því skapast tilefni til þess að fólk sæki aðra bæjarkjarna heim og sjái hvað þeir hafa upp á að bjóða,“ segir Birgir.

Birgir segir að hátíðin hafi farið vaxandi og fjöldi þeirra sem ferðast á milli aukist jafnt og þétt.

„Hápunkti í mætingu var náð á Fáskrúðsfirði á síðasta ári og er von til að fjöldinn haldi áfram að aukast. Við erum að skapa sameiginlegar minningar fyrir börnin okkar í sameinaðri Fjarðabyggð. Fyrirkomulagið mun styrkja sveitarfélagið í heild en um leið ýta undir sérstöðu bæjarkjarnanna þar sem þeir setja sinn svip á hátíðarhöldin hverju sinni. Ekki er hægt að halda hátíðarhöld eins og þessi án þeirra öflugu ungmennafélaga sem eru í bæjarkjörnunum en þau sjá alfarið um undirbúning og utanumhald dagskrárinnar.“

Rock the boat á Breiðdalsvík
Tónlistarviðburðurinn Rock the boat verður annað árið í röð á Breiðdalsvík á þjóðhátíðardaginn. Kvenfélagið Hlíf stendur fyrir útitónleikum við gamla bátinn og hefst gleðin klukkan 18:00 með grilli en tónleikarnir hefjast klukkan 19:30. MurMur, Vinny Vamos og fleiri munu skemmta gestum. Nánar má lesa um viðburðinn hér.

Hátíðahöld á Djúpavogi
Íþróttafélagið Neisti stendur fyrir hefðbundnum hátíðahöldum á Djúpavogi með fótboltamóti, skrúðgöngu, leiktækjum og fleiru. Nánar má lesa um dagskrána hér.

Hátíðahöld á Egilsstöðum
Glæsileg dagskrá verður á Egilsstöðum á 17. júní. Kassabílaþrautir, töframaður, fimleikasýning og LEGOsamkeppni er meðal þess sem boðið verður uppá. Nánar má lesa dagskrána hér.

Hátíðahöld á Seyðisfirði
Blakdeild Hugins sér um skipulagningu hátíðardagskrár á Seyðisfirði og er mini-strandblakmót meðal dagskrárliða, ásamt vatsblöðrukasti, andlitsmálun og fleira. Nánar má lesa um dagskrána hér. 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.