17. júní hátíðarhöld í glaðasólskini á Egilsstöðum: Myndir

17_juni.jpg

Fjöldi Héraðsmanna og gesta lögðu leið sína í Tjarnargarðinn á Egilsstöðum í dag í blíðskaparveðri til að taka þátt í hátíðarhöldum í tilefni þjóðhátíðardagsins. Agl.is mætti með myndavélina á lofti.

 

Eysteinn Hauksson, þjálfari knattspyrnuliðs Hattar, var kynnir dagskrárinnar. Hann ítrekaði við gesti í byrjun að verið væri að halda upp á afæli Jóns Sigurðssonar, ekki að tveir dagar væru í afmæli Jóns bróður hans eins og honum hafði eitt sinn verið talin trú um.

Fjallkonan var Jóney Jónsdóttir, kennari við Menntaskólann á Egilsstöðum. Hún las upp ljóðið Gakktu fram eftir föður sinn, Jón Einarsson, prófast í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd.

Rótarýklúbbur Fljótsdalshéraðs afhenti Birni Ingimarssyni, bæjarstjóra, fyrsta eintakið af nýju örnefnakorti Fljótsdalshéraðs. Klúbburinn hefur undirbúið útgáfuna en kortið verður til sölu á völdum stöðum í sumar.

Skátar voru í fararbroddi skrúðgöngu og veitt voru verðlaun fyrir legósamkeppni og kassabílarall sem fóru fram í morgun og gær. Löng röð var eftir andlitsmálun.

Dagskránni lauk á sýningu fimleikadeildar Hattar en deildin heldur utan um hátíðarhöldin á Fljótsdalshéraði.
 
17_juni.jpg17_juni.jpg17_juni.jpg17_juni.jpg17_juni.jpg17_juni.jpg17_juni.jpg17_juni.jpg17_juni.jpg17_juni.jpg17_juni.jpg17_juni.jpg17_juni.jpg17_juni.jpg17_juni.jpg17_juni.jpg17_juni.jpg17_juni.jpg
 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.