Kvikmyndatökulið Fortitude kom með leiguflugi

fortitude flug nb webUm fimmtíu manna lið sem starfa mun við tökur á bresku spennuþáttunum Fortitude lenti á Egilsstöðum klukkan eitt í dag með leiguflugi frá Bretlandi.

Margir Egilsstaðabúa ráku upp stóru augu þegar gulleit þota birtist ofan úr þokunni merkt breska flugfélaginu Monarch.

Vélin var að koma frá Lundúnum og með henni voru um fimmtíu farþegar og tugir tonna af búnaði, eftir því sem Austurfrétt kemst næst.

Tökur munu næstu vikur fara fram á spennuþáttunum Fortitude á Reyðarfirði, Eskifirði og flugvellinum á Egilsstöðum. Meðal leikara í þáttunum eru Sofie Gråböl og Stanley Tucci. Eftir því sem Austurfrétt kemst næst voru frægu leikararnir ekki meðal farþega í dag.

Vél Monarch á flugvellinum á Egilsstöðum í dag. Mynd: Nikulás Bragason

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.