Tíunda smiðjuhátíðin haldin á Seyðisfirði um helgina

Hin árlega Smiðjuhátíð verður haldin á Tækniminjasafni Austurlands á Seyðisfirði um helgina. Pétur Kristjánsson forsvarsmaður Tækniminjasafnsins segir um að ræða fjölskylduhátíð með menningarlegu og listrænu ívafi.

Að þessu sinni verður boðið upp á sex handverksnámskeið í eldsmíði, eldsmíði og tálgun, málmsteypu, hnífasmíði, prentun og bókbandi, radíó / morse og húsgagnahandverki. „Þessi námskeið eru fyrir alla, bæði byrjendur og lengra komna en kennararnir eru þeir fremstu á sínu sviði hér á landi“ segir Pétur.

Á meðan hátíðinni stendur verður veitingartjald staðsett á Angróbryggju, þar sem boðið verður upp á kaffi og með því, íslenska kjötsúpu, flatkökur með allskona áleggi og drykki. Hátíðin fer fram á safnsvæðinu en ókeypis er inn á sýningar safnsins og skemmtiatriðin þó veitingarnar verði seldar gegn vægu gjaldi.

Pétur segir ýmislegt verða um að vera á með an á hátíðinni stendur. „Það verður tónlistarflutningur á bæði föstudegi og laugardegi og svo ball á bryggjunni.“

Listamaðurinn GODDUR mun sjá um útvarpstöðina RADIO TOWER fm sem verður í gangi á meðan á hátíðinni stendur og KK BANDIÐ spilar á föstudagskvöldi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.