Yfir 20% komin með bólusetningu

Yfir 20% íbúa á Austurlandi hefur nú hlotið bólusetningu gegn Covid-19 veirunni.

Þetta kemur fram í tölum á bolusetning.is. 12,32% eða 1342 hafa hafið bólusetningu en 943 eða 8,66% teljast fullbólusett.

Alls eru þetta 20,98%. Fyrir viku var hlutfallið 18,29% og hefur því hækkað um 2,7 prósentustig.

Bólusetningar halda áfram í næstu viku. Verið er að ljúka þeim sem eru með undirliggjandi sjúkdóma áður en 60 ára og eldri verða kallaðir inn.

Samkvæmt tölum af Covid.is er enginn lengur í einangrun á Austurlandi vegna virks Covid-smits en þrír einstaklingar eru í sóttkví.

Í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands eru íbúar hvattir til að fara varlega sem fyrr, þótt slakað hafi verið á reglum. Það skiptir ekki síst máli þegar farið er milli landssvæða þar sem fólk safnast saman, svo sem á íþróttamótum. Áfram er mikilvægt að huga að persónubundnum sóttvörnum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.