Vonast til að Öxi opnist um hádegið

Von er á að vegurinn yfir Öxi opni upp úr hádegi en honum var lokað í gærkvöldi vegna vatnavaxta. Leysingar eru eystra enda hlýtt í veðri og nokkuð vott.

Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni flæddi vatn víða mikið meðfram veginum. Þá lónaði upp á hann við Innri og Ytri Víná og afleggjarann að Ódáðavötnum.

Ekki urðu skemmdir að ráði en unnið er að því að veita vatninu frá veginum áður en hann verður opnaður.

Mesta úrkoma á landinu í gær mældist á Ljósalandi í Fáskrúðsfirði, 80 mm og hefur rignt nokkuð þar í morgun. Vatn er tekið að sjatna í ám á sunnanverðum Austfjörðum en enn hækkar í Jökulsá í Fljótsdal og Lagarfljóti.

Mikið vatn safnaðist fyrir á veginum yfir Öxi í gærkvöldi. Mynd úr safni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.