Vona að hreinsun ljúki á Seyðisfirði um miðjan mars

Vonir standa til að hreinsunarstarfi verði að mestu lokið á Seyðisfirði um miðjan marsmánuð. Lokafrágangur fari svo fram í sumar.

 

Þetta kom fram á stöðufundi sem haldinn var í gær með lögreglu, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, fulltrúum Múlaþings og fleirum auk þess sem Veðurstofa var með innlegg. Farið var yfir stöðu hreinsunarstarfs og varnargarða, rýmingaráætlana og fleira.

Á vefsíðu lögreglunnar segir að hreinsunarstarf sé í ágætum farvegi og vinna við frágang varnargarða langt komin.  Stefnt er að því að kynna í upphafi hverrar viku áætlun um hreinsunarstarf þá vikuna á heimasíðu Múlaþings. Áætlunin verður einnig aðgengileg í þjónustumiðstöðinni í Herðubreið.

Vinna Veðurstofu að líkanareikningum vegna hættumats við skriðusvæðið miðar vel. Þrjú GPS tæki hafa verið sett upp í Neðri- botnum og eitt á láglendi til viðmiðunar. Þá hefur EFLA skilað frumathugunarskýrslu um svæðið við Stöðvarlæk.

Rýmingarkort hefur verið í vinnslu hjá Veðurstofu og almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Vonir standa til að hægt verði að kynna kortið á íbúafundi eftir viku með leiðbeiningum fyrir íbúa og viðbragðsaðila.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.