Veiddu fyrstu loðnuna síðan 2018

Grænlenska skipið Polar Amaroq fékk 20-30 tonn af loðnu í gærkvöldi í trollhólfinu austur af landinu en það er fyrsta loðnan sem veiðist hér við land frá árinu 2018.

Þetta kemur fram á vefsíðu Síldarvinnslunnar. Þar segir að tekið var eitt hol í leiðindaveðri. 

„Við prufuðum að kasta í gær rétt áður en dimmdi en veðrið var afskaplega leiðinlegt. Við leituðum síðan í nótt en það er bara ekkert veiðiveður. Við fengum um 20-30 tonn af stórri loðnu en það er töluverð áta í henni. Við munum frysta aflann um borð. Það er bullandi bræla og ég held að sé ekkert annað að gera en að leita vars,“ segir Sigurður Grétar Guðmundsson skipstjóri Polar Amaroq í samtali á vefsíðunni.

Útgefinn loðnukvóti Polar Amaroq er 1155 tonn og er það hluti af 22.000 tonna kvótaúthlutun Hafrannsóknarstofunnar frá því fyrr í vetur. Það var einmitt Polar Amaroq sem fann loðnuna sem Hafrannsókn byggði úthlutun sína á.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.