Varðskipið sótti fólk í Hánefsstaði

Varðskipið Týr kom til Seyðisfjarðar á sjötta tímanum í gær eftir tæplega sólarhrings siglingu. Fyrsta verk þess var að sækja fólk á bæinn Hánefsstaði.

Samkvæmt frétt frá Landhelgisgæslunni sótti varðskipið þrjá einstaklinga og tvo ketti. Fólkið flúði heimili sitt í utanverðum Seyðisfjarðarkaupstað seinni part föstudags. Heimili þess er utan við þar sem stóra skriðan féll og hefði því þurft að fara í gegnum skriðuna til að komast í aðstoð í bænum.

Í staðinn keyrði það að sveitabænum Hánefsstöðum þar sem heimilisfólk tók á móti því. Með Tý fór fólkið til hafnar á Seyðisfirði.

Varðskipið verður til taks meðan þurfa þykir. Þá er ein af þyrlum gæslunnar væntanleg til Egilsstaða um klukkan ellefu.

Mynd: Landhelgisgæslan


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.