Tveir nýir starfsmenn hjá Hafró í Neskaupstað

Gengið hefur verið frá ráðningu tveggja nýrra starfsmanna hjá nýrri starfstöð Hafrannsóknarstofnunnar í Neskaupstað.

Í frétt um málið á vefsíðu stofnunarinnar segir að þær Helena Gallardo Roldán og Hrefna Zoëga, séu hinir nýju starfsmenn. Þær munu sinna sýnatöku úr afla upp- og botnsjávarfisks sem og hinum ýmsum rannsóknar- og vöktunarverkefnum á Austurlandi.

Helena Gallardo Roldán er nýr starfsstöðvarstjóri og sérfræðingur á starfstöð í Neskaupstað. Helena er með grunnháskólamenntun í sjávarlíffræði og mastersgráðu á sviði fiskeldi og fiskveiða með áherslu á sjávarauðlindir og sjálfbærni. Hún hefur meðal annars starfað við hafrannsóknir hjá Haffræðistofnun Spánar. Þá gegnt störfum tengdri ferðaþjónustu á Íslandi í tæp tvö ár, m.a. við hvalaskoðum.

Hrefna Zoëga hefur verið ráðin í starf rannsóknamanns við stöðina í Neskaupstað en hún hefur menntun frá Fiskvinnsluskólanum á Dalvík. Hrefna hefur víðtæka starfsreynslu úr sjávariðnaði og hefur meðal annars unnið í fiskvinnslu, sem verkstjóri og gæðastjóri. Að auki hefur hún tekið þátt í að setja fiskvinnslufyrirtæki af stað frá grunni og verið háseti á skipi. Síðustu ár hefur Hrefna unnið í ferðageiranum og verið hótelstjóri. Hrefna er mikil útivistarmanneskja, hefur mikla ánægju að ganga á fjöll og stunda skíði.

Starfsstöðin í Neskaupsstað verður í Múlanum – samvinnuhúsi, nýjum skrifstofuklasa og miðstöð nýsköpunar.

Mynd. hafogvatn.is

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.