Tjaldstæði til leigu á Borgar- og Seyðisfirði

Múlaþing hefur auglýst til leigu aðstöðu og rekstur á annars vegar tjaldsvæðinu á Borgarfirði Eystra og hins vegar á Seyðisfirði til ársloka 2021, með möguleika á framlengingu. Einum og sama aðilanum er heimilt að bjóða í leigu á aðstöðu og rekstur beggja tjaldsvæða.

Þetta kemur fram á vefsíðu Múlaþings. Þar segir að gert sé ráð fyrir að leigutaki taki við aðstöðunni og sjái um allan daglegan rekstur svæðisins, innheimtu afnotagjalda og umhirðu, ásamt markaðssetningu þess.

Tilboðsfrestur er til klukkan 12:00 þann 7. maí n.k.

Tilboðin verða opnuð á skrifstofu Múlaþings að Lyngási 12, Egilsstöðum klukkan 13:00 þann 10. maí n.k. að viðstöddum þeim bjóðendum sem þess óska.

Þeir sem hafa áhuga á að gera tilboð í leigu tjaldsvæðanna og aðstöðu geta óskað eftir útboðsgögnum rafrænt hjá This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eftir klukkan 10:00 í dag þann 26. apríl.

Veittur er fyrirspurnarfrestur til klukkan 12:00 5. maí n.k.

Tilboð skulu send rafrænt á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Mynd: mulathing.is

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.