Þrettándagleði Hattar fellur niður

Vegna aðstæðna þá verður ekki haldin formleg Þrettándagleði Hattar í ár, eins og undanfarin ár. Aftur á móti verður haldin flugeldasýning sem Björgunarsveitin á Héraði mun sjá um eins og alltaf.

Þetta kemur fram á vefsíðu Múlaþings. Þar segir að flugeldum verði skotið er frá Vilhjálmsvelli og því ættu flestir íbúar í þéttbýlinu á Héraði að geta notið sýningarinnar að heiman. Minnt er á að ekki skal mynda stóra hópa við þetta tilefni og virða skal sóttvarnarreglur sem eru í gildi.

Sýninginn hefst á morgun kl. 18 og samtímis mun Höttur birta tilkynningu á heimasíðunni sinni og Facebook um val á íþróttamönnum Hattar og þá sem fá heiðursmerki félagsins.

Höttur þakkar styrktaraðilunum sem hafa fylgt þessum viðburði síðustu árin; Hitaveita Egilsstaða og Fella, Brúnás Innréttingar og Landsbankinn.

„Einnig langar okkur að þakka Fljótsdalshéraði, nú Múlaþingi og ekki síst Björgunarsveitinni sem er mikilvægur hluti af okkar samfélagi eins og íþróttafélagið,“ segir á vefsíðunni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.