Stillt upp á lista Viðreisnar

Stillt verður upp á lista Viðreisnar í Norðausturkjördæmi fyrir þingkosningar í haust. Uppstillinganefnd er að störfum og stefnir að því að ljúka störfum í kringum páska.

„Við höfum lagt upp með að vera tilbúin með listann síðustu dagana í mars og fundum meðal annars í kvöld. Þetta verður klárt öðru hvoru megin við páskana,“ segir Erlingur Arason, formaður landshlutaráðs Viðreisnar í Norðausturkjördæmi.

Hann er hluti af fjögurra manna uppstillinganefnd sem einnig sitja í Hildur Betty Kristjánsdóttir, Hólmar Erlu Svansson og Arngrímur Viðar Ásgeirsson. „Við höfum haldið nokkra fundi en erum ekki komin með endanlegan lista,“ segir Erlingur.

Viðreisn auglýsti nýverið eftir áhugasömu fólki á listann. „Við höfum val um dálítið af fólki en það er aðeins upp og ofan hvort fólk vilji taka sæti á lista núna eða vera frekar í baklandinu.“

Þegar uppstillingarnefnd hefur lokið störfum verður listinn lagður fyrir landshlutaráðið og kynntur formlega að fengu samþykki ráðsins.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.