Slökkvistarfi að ljúka á svæði Hringrásar - Myndir

Slökkvilið Fjarðabyggðar er langt komið með að slökkva eldinn sem blossaði upp á svæði Hringrásar að Hjallaleiru á Reyðarfirði laust fyrir hádegi. Töluverður eldur var þegar slökkviliðið kom á svæðin.

„Þetta var drjúgur eldur, það stóðu hér eldtungur út í loftið og það var talsverður reykur. Síðan hefur gengið þokkalega að ná þessu niður og við erum að verða búnir að slökkva,“ segir Guðmundur Helgi Sigfússon, slökkvistjóri.

Eldurinn kom upp á járnasvæðiðinu, þar sem mest um bílhræ. Töluverður viðbúnaður og á vettvang komu slökkvibílar frá Fáskrúðsfirði og Norðfirði auk Reyðarfjarðar.

Þá hefur gröfu með griparmi, svokölluðum krabba, verið beitt við að ná braki af svæðinu og greiða fyrir slökkvistarfinu.

Sem fyrr segir hefur reykurinn nú minnkað verulega enda eldurinn nær útdauður.

Myndir: Aðsendar

151242727 458576918912390 299179877834154412 N Web
152028981 341097000487037 186100330019370674 N Web
152384697 275052387310352 9029883087294244802 N Web
152598628 459970341806543 8743527222442297114 N Web
IMG 0465 Web
IMG 0468 Web
IMG 0477 Web
IMG 0479 Web
IMG 0483 Web
Bruni Rfj 20210221 Bth1
Bruni Rfj Valbjorn1
Bruni Rfj Valbjorn2

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.