Samfélagssjóður Fljótsdals styrkir 18 verkefni

Samfélagssjóður Fljótsdals mun styrkja 18 verkefni í ár samtals um 12,8 milljónir. kr. Styrkjunum var úthlutað við hátíðlega athöfn á Óbyggðasetrinu síðdegis í gærdag. Þetta er í annað sinn sem úthlutað er úr sjóðnum.


„Ánægjulegt er að sjá að stuðningur úr sjóðnum hefur nýst aðilum til að setja hugmyndir sínar í farveg og jafnvel orðið til þess að hvetja aðila til að sækja um í aðra sjóði og jafnvel fengið þar viðbótarfjármagn, svo sem úr Uppbyggingasjóði, frá Atvinnusjóði kvenna eða jafnvel komist í Viðskiptahraðalinn til sjávar og sveita. Það munar um alla slíka hvatningu,“ sagði Ásdís Helga Bjarnadóttir verkefnastjóri hjá Austurbrú m.a. í ávarpi við úthlutina.

Það var síðan Signý Ormarsdóttir formaður stjórnar sjóðsins sem afhenti styrkina, og rauða rós með. Alls bárust sjóðnum 30 umsóknir um styrki sem er svipaður fjöldi og í fyrra en sá munur er á að umsóknir voru alfarið bundnar við Austurland í ár en þær náðu til alls landsins í fyrra.

Samfélagssjóðurinn var formlega stofnaður í apríl árið 2020 með veglegu fjárframlagi frá Fljótsdalshrepp. Markmið og tilgangur sjóðsins er að styrkja fjárhagslega verkefni á sviði atvinnu, nýsköpunar, umhverfis, velferðar og menningar sem stuðli að jákvæðri samfélagsþróun og/eða eflingu atvinnulífs í Fljótsdal.

Eftirfarandi verkefni hljóta styrk árið 2021:

1.700.000 kr. Framleiðslulína fyrir flettingu á trjábolum. Skógarafurðir ehf.
1.700.000 kr. Tilraun varðandi útfærslu Coanda inntaks fyrir litlar virkjanir. Sveinn Ingimarsson
1.300.000 kr. Sauðagull – Vinnuaðstaða. Sauðagull Ann-Marie Schultz
1.000.000 kr. Heimasíða Helga Hall. Heiðveig Agnes Helgadóttir
850.000 kr. Vetraruppbygging ferðaþjónustu. Óbyggðasetrið ehf – Steingrímur Karls.
850.000 kr. Lambi – Landbúnaðartengdur iðnaðarklasi í Fljótsdal. Óstofnað félag – Einar Sveinn Friðriksson
800.000 kr. Fjallahjól. Sólrún Júlía Hjartardóttir
700.000 kr. Náttúruskólinn – Útipúkar og píslir. Umf. Þristur
600.000 kr. Sauðagull – Markaðssetning. Sauðagull Ann Marie Schultz
600.000 kr. Könglar. Dagrún Drótt Valgarðsdóttir og Emma Charlotta Ärmänen
500.000 kr. Viðarkynntur hitari fyrir baðtunnu. G. J. Smíði ehf – Guðni Jónsson
500.000 kr. Vöruhönnun á buxnasniði fyrir börn með sérþarfir. Saumadraumur slf. Halla Auðunardóttir
300.000 kr. Fjársjóðsleit fyrir fjölskyldur. Gunnarsstofnun f.h. Upphéraðsklasinn
300.000 kr. Charma ull úr Fljótsdal. Emma Charlotta Ärmänen
300.000 kr. Hlutir úr bræddu plasti. Jónas Bragi Hallgrímsson
300.000 kr. Framleiðsluáhöld úr íslenskum skógarafurðum. Aðalbjörg Ósk Guðmundsdóttir
300.000kr. Skinnaverkun. Jósef Valgarð Þorvaldsson
200.000 kr. Stafræn ganga til Gautavíkur. Gunnarsstofnun – Skúli Björn Gunnars.

Mynd. Styrkþegar ásamt stjórn samfélagssjóðsins fyrir utan Óbyggðasetrið/FRI

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.