Rýming á Eskifirði til hádegis á morgun

Rýming á Eskifirði mun verða í gildi til hádegis á morgun að minnsta kosti.
 
Þetta kemur fram í ttilkynningu. Þar segir að Veðurstofa, Vegagerð og Fjarðabyggð hafa verið við mælingar og athuganir í dag við Oddsskarðsveg. Vinna þarf úr gögnum og gera frekari mælingar og athuganir til þess að meta stöðuna og því þykir ekki óhætt að aflétta rýmingu að sinni. Staðan verður endurmetin eftir hádegið á morgun.

Ef íbúar á rýmdum svæðum þurfa að ná í nauðsynjar á heimili sín eru þeir vinsamlegast beðnir um að gefa sig fram áður í fjöldahjálparstöð Rauða krossins í Eskifjarðarkirkju áður og fá þá fylgd inn á svæðið.  
 
Fjöldahjálparstöðin verður opin í Eskifjarðarkirkju frá kl. 16 í dag til klukkan 21. Hún opnar svo að nýju í fyrramálið kl. 9 og verður opin til hádegis þegar staðan verður metin að nýju

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.