Rýming á Eskifirði að minnsta kosti til hádegis

Íbúar í húsum á Eskifirði, sem rýmd voru fyrir um sólarhring, fá ekki að fara heim til sín fyrir hádegi á morgun. Gliðnun hefur haldið áfram í hlíðinni fyrir ofan í dag.

Starfsmenn Veðurstofu Íslands, Vegagerðarinnar og Fjarðabyggðar hafa í dag safnað gögnum um stöðuna við Oddsskarðsveg en eftir er að vinna úr þeim til að meta stöðuna.

Í gær gliðnuðu sprungur í veginum um 10 cm og samkvæmt tilkynningu lögreglu hélt gliðnunin áfram í morgun en síðan hefur hægt á henni. Verið er að kanna hverju gliðnunin sætir en þess vegna er ekki hægt að aflétta rýmingu að sinni.

Minnt er á fjöldahjálparstöð Rauða krossins í Eskifjarðarkirkju sem opin verður til klukkan níu í kvöld og opnar aftur klukkan níu í fyrramálið. Næstu tilkynningar er að vænta um hádegisbil á morgun.

Mynd: Sverrir Albertsson


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.