Reglugerð um grásleppu kemur í veg fyrir sama klúðrið og í fyrra

Sjávarútvegsráðherra hefur gefið út nýja reglugerð um grásleppuveiðar í ár. „Það má segja að þessi reglugerð komi í veg fyrir sam klúðrið og í fyrra,“ segir Kári Borgar Ásgrímsson sjómaður á Borgarfirði eystra og stjórnarmaður í Félagi smábátaeigenda á Austurlandi.

Hin nýja reglugerð gerir m.a. ráð fyrir að leyfi til veiðanna verði gefið út til 25 samfelldra daga. Kári Borgar segir að með þessu hafi grásleppusjómenn alveg stjórn á því hvenær þeir veiða. Jafnframt er ákvæði um svæðalokanir felldar niður en þau urðu þess valdandi í fyrra að hlutur grásleppusjómanna á Austfjörðum rýrnaði verulega. Það gerðist í kjölfar þess að sjómenn vestar á landinu veiddu megnið af kvótanum framan af veiðitímabilinu.

„Þegar á heildina litið er ég sæmilega sáttur við þessa nýju reglugerð,“ segir Kári Borgar. „Að hluta girðir hún fyrir þetta ójafnrétti sem var í veiðunum á síðasta ári.“

Kári Borgar segir að þótt veiðitímabilið hefjist 23. mars n.k. eigi hann ekki von á að veiðar hefjist hér austanlands fyrr en eftir páska.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.