Rauða skemman er bókstaflega í henglum

Blaðamönnum hefur verið veittur takmarkaður aðgangur að aurfljóðasvæðinu á Seyðisfirði. Hér er fyrsta skýrslan frá Gunnari Gunnarssyni ritstjóra Austurfrétta:

Fyrsta stóra skriðan sem féll úr Botnabrún skiptist í þrjár kvíslar og sú stærsta fór í árfarveg Búðarár. Það er ljóst að með skriðunni kom megnið af jarðvegi fjallshlíðarinnar. Sem dæmi um tjónið má nefna að rauða skemman er bókstaflega í henglum.

Þá má nefna að sjá má björgunarsveitarbíl í miðjum aurhaug á þessu svæði. Aðeins afturendinn stendur uppúr. Þaðan áttu björgunarsveitarmenn fótum fjör að launa í gærdag. Athygli vekur að ljósin loga enn á bílnum

Litla skriðan sem kom í morgun fór beint á Pósthúsið en olli engum eignaspjöllum.

Fréttin verður uppfærð...

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.