Rannsaka hvort bruninn á Eskifirði var íkveikja

Lögreglan á Austurlandi rannsakar nú brunann á Eskifirði í gærkvöldi. Beinist rannsóknin m.a. að því hvort um íkveikju hafi verið að ræða.


Þetta kemur fram í máli Þórhallar Árnasonar aðalvarðstjóra lögreglunnar á Austurlandi. „Við erum meðal annars að rannsaka hvort um íkveikju hafi verið að ræða enda leikur grunur á slíku,“ segir Þórhallur.

Eins og kunnugt er af fréttum kviknaði í nótapoka á hafnarsvæðinu á Eskifirði skömmu fyrir klukkan átta í gærkvöldi. Í frásögn á austurfrett.is af málinu var m.a. haft eftir Þorbergi Haukssyni, aðstoðarslökkvistjóri í Fjarðabyggð að... „Þetta var töluvert mikill eldur. Svona pokar eru olía og tjara og því er eldsmaturinn mjög mikill. Sem betur fer gekk vel að slökkva eldinn, ætli við höfum ekki verið um 30 mínútur að slá eldinn niður.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar