Óvenjumikið um umferðarsektir í Fjarðabyggð

Óvenjumikið hefur verið um umferðarsektir hjá lögreglunni í Fjarðabyggð að undanförnu en lögreglan hefur þar verið með umferðareftirlit í gangi.


„Þetta hafa verið tugir sekta í hverri viku. Þannig voru gefnar út 14 sektir í gærdag og 11 daginn þar á undan svo dæmi séu tekin,“ segir Þórhallur Árnason aðalvarðstóri í lögreglunni á Austurlandi.

Fram kemur í máli Þórhalls að aðallega eru þetta hraðasektir, að menn noti ekki bílbeltin eða tali í farsíma undir akstri. Síðan hefur nokkuð verið um að menn séu séu að leggja ólöglega innanbæjar í sveitarfélaginu.

„Reglum um hámarkshraða innanbæjar var nýlega breytt og hraðinn lækkaður úr 50 km niður í 40 km og jafnvel 30 km,“ segir Þórhallur. „Menn eru kannski enn með gömlu reglurnar fastar í kollinum en þessi breyting var mjög vel kynnt og auglýst.“

Þórhallur hvetur ökumenn til að virða gildandi umferðarreglur og þá sérstaklega innanbæjar þar sem börn eru á ferli.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.