Öllum áramótabrennum aflýst í Múlaþingi

Vegna aðstæðna í samfélaginu hefur öllum áramótabrennum verið aflýst í Múlaþingi. Flugeldasýningar í samstarfi við björgunarsveitir verða haldnar á Djúpavogi og á Egilsstöðum.

Þetta kemur fram á vefsíðu Múlaþings. Þar segir að vegna samkomutakmarkana eru íbúar vinsamlegast beðnir um að njóta þeirra að heiman eða úr bílum sínum, safnast ekki saman í stórum hópum og virða fjarlægðartakmörk.

Flugeldasýningar verða sem hér segir:
Djúpivogur
Flugeldasýning verður frá Bóndavörðu og hefst kl. 17:00
Egilsstaðir
Flugeldasýning verður frá flugvallarafleggjara og hefst kl. 17:00
Seyðisfjörður
Fyrirhuguð flugeldasýning sem átti að vera á Seyðisfirði hefur verið aflýst. Samverustund verður frá Lóninu kl.21.00 þar sem íbúar koma saman, kveikja á kertum, njóta kyrrðar og syngja saman. Þeir sem eiga ekki heimangegnt geta kveikt á kerti heima hjá sér. Einnig má deila myndum á samfélagsmiðlum undir #ljósfyrir710

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.