Óbreytt staða eftir nóttina

Engin frekari skriðuföll eru kunn á Seyðisfirði eftir nóttina. Almannavarnir sitja nú á fundi þar sem útlitið í dag verður metið.

Ekkert hefur rignt á Seyðisfirði síðan klukkan fjögur í morgun og eftir því sem Austurfrétt kemst næst hefur grunnvatnsstaðan upp í Botnum lækkað talsvert.

Spáð er því að veðrið verði að mestu leyti þurrt í dag en eftir miðnætti taki við rigning eða slydda fram eftir morgundegi.

Einnig er verið að meta stöðuna á Eskifirði. Tilkynninga til íbúa um framhaldið á báðum stöðum er að vænta um hádegið.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.