Óbreytt staða á Seyðisfirði fram yfir áramót

Ákveðið hefur verið að halda áfram óbreyttri rýmingu á Seyðisfirði fram yfir áramót hið minnsta. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og lögreglunnar á Austurlandi.

"Sérfræðingar Veðurstofu Íslands hafa lagt mat á hættu á skriðuföllum á núgildandi rýmingarsvæði. Ekki hefur orðið vart við neinar hreyfingar á jarðvegi frá því fyrir jól og eru aðstæður metnar stöðugar eins og er, á meðan kalt er í veðri og ekki rigning. Í hlýindaköflum og rigningartíð er líklegt að svæðið verði óstöðugt og þyrfti þá að grípa til rýminga í varúðarskyni," segir í tilkynningunni. 

"Aðgengi að mörgum húsanna er erfitt og ljóst að mikið hreinsunarstarf þarf að vinna áður en almenn umferð verður heimiluð um svæðið. Að því sögðu hefur lögreglustjórinn á Austurlandi ákveðið að halda áfram óbreyttri rýmingu í gildi fram yfir áramót, hið minnsta."

Hlé verður á hreinsunarstarfi yfir áramótin og hefst að nýju 2. janúar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.