Óbreytt rýming og hættustig áfram á Seyðisfirði

Ákveðið hefur verið að rýmingarsvæðið á Seyðisfirði eins og það er verði óbreytt a.m.k. til hádegis á morgun.


Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. Þar segir einnig að áfram sé í gildi hættustig almannavarna á Seyðisfirði.

„Eftir athuganir sérfræðinga Veðurstofu Íslands og hreinsunarstarf á Seyðisfirði í dag er ákveðið að halda rýmingarsvæði óbreyttu fram að hádegi á morgun að minnsta kosti.  Frekari ákvarðanir verða teknar þá,“ segir í tilkynningunni.

Herðubreið verður opin á morgun  frá kl. 12 til miðnættis.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.