Nýtt bakarí komið í Kleinuna

Búið er að opna nýtt bakarí í Kleinunni á Egilsstöðum þ.e. Miðvangi 2-4. Verður það opið alla daga vikunnar frá klukkan níu að morgni.


Sigrún Jóhanna Þráinsdóttir framkvæmdastjóri 701 Hotels, sem rekur Fellabakstur, segir að opnun hins nýja staðar sé liður í að auka þjónustuna við viðskiptavini á Egilsstöðum.

"Það er bakarí í Fellabæ en nú verðum við báðum megin brúarinnar," segir Sigrún Jóhanna. "Frá því að við tókum við Fellabakstri í janúar síðast liðnum höfum við stefnt að því að opna útibú á Egilsstöðum. Þar til nú höfum við verið með lítið útibú frá Fellabakstri á veitingastaðnum Salt en nýja bakaríið er í sama húsi."

Aðspurð um hvort búast megi við nýjungum í kjölfar nýja bakariisins segir Sigrún Jóhanna svo vissulega vera.

"Í dag erum við með tvær nýjungar sem ekki hafa sést hjá okkur áður á Egilsstöðum en það eru marispanstykki og koníaksstykki," segir Sigrún. "Og það eru fleiri nýjungar í bígerð hjá okkur."

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.