Norðfjarðargöng: Unnið við vatnsklæðningar

Undirbúningur að uppsetningu vatnsklæðninga á lekasvæðum í Norðfjarðargöngum er nú í fullum gangi. Vatnsleki inn í göngin er lítill, en engu að síður þarf að loka þeim svæðum þar sem leka er vart, svo yfirborð vegar verði þurrt.


Verið er að bora inn bolta sem vatnsheldur dúkur er festur á, áður en svæðunum er svo lokað með sprautusteypu. Þannig fá þau sömu eða svipaða ásýnd og þurru svæðin. Alls eru um 22.500 boltar boraðir inn í bergið í þessum tilgangi. Búist er við því að vinnu við vatnsklæðingar ljúki síðsumars eða í haust.

Mynd 1: Vinnu við innsetningu bolta er að ljúka. Hver og einn bolti er stilltur af í lengd, svo dúkurinn verði sem sléttastur.

Mynd 2: Byrjað er að setja vatnsheldan dúk á boltana. Dúknum verður svo skeytt saman og hann þakinn með sprautusteypu.

Myndir: Hnit verkfræðistofa/Ófeigur Ö. Ófeigsson

nordfjardargong 20160621 2

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.