Næstu upplýsingar eftir klukkan ellefu í fyrramálið

Sprungur hafa komið í ljós í kringum skriðusár við Nautaklauf ofan Seyðisfjarðar. Þess vegna var bærinn lokaður í dag.

Þetta kemur fram í stöðuskýrslu almannavarna frá í kvöld. Sprungur í jarðvegi milli Búðarár og Nautaklaufar voru skoðaðar í dag með flygildum og verður farið yfir þau gögn í kvöld og fyrramálið.

Vatnsþrýstingur minnkar nú í jarðvegi á Seyðisfirði enda hefur lítið rignt þar síðan í morgun. Dagurinn hefur verið nýttur til að skipuleggja næstu skref, svo sem hreinsun og björgunarstörf sem hefjast þegar óhætt telst að fara inn á svæðið. Varðskipið Týr kom inn á Seyðisfjörð seinni partinn í dag.

Bærinn var rýmdur í gær eftir að aurskriður féllu þar rétt fyrir klukkan þrjú í gær. Íbúar hafa ekki enn fengið að snúa aftur. Næsta tilkynning verður send milli klukkan 11 og 12 á morgun.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.