Mikið traust til heilsugæslu á Austurlandi

Í nýrri könnun Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) um þjónustu á heilsugæslustöðvum á landsbyggðinni kemur fram á íbúar á Austurlandi bera mikið traust til heilsugæslunnar í fjórðungnum. Eru raunar með næstmesta traustið á landsbyggðinni.

Fram kemur í könnuninni að rúmlega 72% íbúa Austurlands bera „mjög mikið“ eða „fremur mikið“ traust til heilsugæslunnar. Mesta traustið er að finna á Norðurlandi eða meðal rúmlega 80% íbúa en minnsta traustið er á Suðurnesjum eða tæp 40%.

„Þegar niðurstöður eru bornar saman milli heilbrigðisstofnanna sex, Austurlands, Norðurlands, Suðurlands, Suðurnesja, Vesturlands og Vestfjarða sést sterk fylgni á milli ánægju svarenda og hversu margir eru með skráðan heimilillækni,“ segir m.a. í tilkynningu um könnunina.

Helstu niðurstöður könnunarinnar eru þær að almennt bera einstaklingar mikið traust til heilsugæslunnar á landsbyggðinni eða að jafnaði 70% aðspurðra og 69,4% eru ánægðir með þjónustuna. 85,6% svarenda töldu viðmót og framkomu starfsfólks almennt gott.

Nærri 86% sögðust hafa fengið þjónustu á heilsugæslustöð innan viku, en þó telja 49% það brýnt að stytta bið eftir þjónustu hjá heilsugæslunni. Um 39% telja mikilvægt að auðvelda aðgengi að læknum í síma og tæp 36% óska eftir að geta skráð sig á fastan heimilislækni.

Könnun var gerð af Maskínu fyrir hönd SÍ í nóvember s.l. Úrtakið var 6.000 manns. Könnunin er liður í eftirliti SÍ með þjónustunni og verkfæri fyrir bæði SÍ og heilsugæslurnar til að gera enn betur.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.