Má ekki gleyma sér á lokasprettinum

Sem fyrr er ekkert Covid-19 smit á Austurlandi og enginn í sóttkví. Aðgerðastjórn minnir á Austfirðingar að halda vöku sinni nú þegar hyllir í lokasprettinn í baráttunni við faraldurinn.

Í tilkynningu aðgerðastjórnar almannavarnanefndar Austurlands er rifjað upp að þegar faraldurinn hafi risið sem hæst hafi hún minnt á að aldrei mætti tapa gleðinni. Það gekk eftir og Austfirðingar unnu sem ein heild í að ná faraldrinum niður.

Nú þegar ástandið er betra og byrjað að slaka á sóttvarnareglum minnir aðgerðastjórnin Austfirðinga á að tapa sér ekki í gleðinni. Þannig þurfi að gæta að sér þegar haldið er undan brekkunni rétt eins og farið er varlega upp hana.

Þess vegna þurfi áfram að fara eftir sóttvarnareglum, gleðjast yfir rýmri reglum en tryggja að lokaspretturinn verði ekki of hraður. „Gerum það og við munum eiga farsæla og örugga leið saman í mark.“

Samkvæmt tölum af boluefni.is hafa 4,1% íbúa Austurlands lokið bólusetningu og 5,1% hafið hana. Alls hafa því 9,2% fengið bóluefni. Er þetta hæsta hlutfallið sé tekið tillit til landshlutanna.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.